Góð ráð í sláturtíð.....

Þegar ég var um tvítugt í kringum1972 og átti bara 2 börn bjó ég á Patró semsé langt í burt frá öllum sem ég þekkti,FootinMouth flutti þangað að vori, svo um haustið fannst mér ég verða að taka slátur eins og öllum góðumSmile húsmæðrum sæmdi, fór og keypti 10 slátur en þegar ég kom heim með þetta sé ég að vambirnar eru óhreinsaðar,Woundering fór til konunnar á neðri hæðinni og spurði hana hvað ég ætti eiginlega að gera, hún segir að ég verði að láta vambirnar standa í kalkvatni og skafa þær svoFrownég fór aftur heim horfði á þetta og vissi að þetta gæti ég ekkiPinch en hugsaði með mér að ég ætti gamla þvottavél hálfsjálfvirka í kjallaranum (var nýbúin að fá nýja sjálfvirka) og ætlaði bara að þvo vambirnar í henni, ef þær mundu rifna þá mundi ég bara frysta innmatinn og elda hann smátt og smátt, en viti menn vambirnar urðu líka svona skínandi fínar úr þvottavélinni,slátrið varð lagað og allir ánægðir,Whistlingkonan á neðri hæðinni ætlaði varla að trúa þessu en fannst þetta þrælsniðugt þegar mér hafði tekist að sannfæra hanaW00t kæmi mér ekki á óvart að hún hafi prufað þetta seinna með eins góðum árangri og égCool

Þannig að ef einhver les þetta sem er í sláturgerðarhugleiðingum og á gamla hálfsjálfvirka þvottavél svona með sér vindu í geymslunni sem hefur ekki verið hent þá endilega prufiðSmile    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim var þetta ekki gott hjá þér. Þetta með þvottavélina er löngu liðin tíð nú eru vambir úr hálf gerðu plasti ekki gott en mun þrifalegra.

Gunna (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 12:49

2 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Jú Gunna mín, helgin var yndisleg. Mér fannst þetta Stígamóta námskeið svo nærandi fyrir sálina.Er svolítið þreytt í dag, ekki skrítið,mikil úrvinsla í gangi   

Sigríður B Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 13:04

3 identicon

ohhh mig langar svo að taka slátur!! hef bara gert það 2svar áður og það var bara mjög gaman og mjööög gott

Ásgerður (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:58

4 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Æ,æ verst hvað mamma er langt í burtu annars hefðum við getað gert nokkur saman svona fyrir bragðið

Sigríður B Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 14:30

5 Smámynd: Svandís Rós

Ég man þegar ég hellti mér í sláturgerð ásamt vinkonu minni þegar ég flutti heim aftur. Taldi það tímabært að börnin fengju að njóta góðra íslenzkra siða... Vægt til orða tekið þá vildu þau ekki sjá þetta!

Ekki slátur, ekki svið, ekki svona gamaldags þjóðlegan mat!

Þannig ef ykkur tekst að plata þetta ofan í ormana... þá endilega látið mig vita

Svandís Rós, 24.9.2007 kl. 15:47

6 Smámynd: Valgerður Ólafsdóttir

oh mamma mér hlakkar svo til að fá slátur,ég er búin að bíða í 2 ár eftir því,,,ég fæ   alveg vatn í munninnelsku dísa mín ég skal fá ormana til að borða slátur,,,bara besti matur í heimi,,,ummmmmmmmmmm

Valgerður Ólafsdóttir, 24.9.2007 kl. 17:17

7 identicon

Sé þig fyrir mér hálfkastandi upp með þennan viðbjóð í höndunum og lyktin......    Þú deyja ráðalaus, nei aldrei, þetta með þvottavélina....algjör snilld. 

Takk fyrir öll kommentin mín megin.   Þú er frábær.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:10

8 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir góða helgi Sirrý - rakst á bloggið þitt í gegn um síðuna hennar Hörpu

Vissi ekki að þú hefðir búið á Patró - skemmtileg tilviljun þar sem ég er hálfur Patreksfirðingur

Dísa Dóra, 26.9.2007 kl. 16:28

9 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

O, ég vildi að ég hefði vitað það líka, að þú værir hálfur Patreksfirðingur, tölum bara um það næst

Sigríður B Sigurðardóttir, 26.9.2007 kl. 18:25

10 identicon

Hæ hæ, takk fyrir helgina  ég veit ekki hvort þú mannst eftir mér en ég var þarna yngst á námskeiðinu fyrir austan en allavegana ég rakst á slóðina á síðuna hjá þér hjá henni Hörpu og langaði bara að kasta á þig kveðju. Ég er enn alveg í skýjunum eftir helgina  

Takk fyrir mig, kveðjur úr Keflavík

Hanna Rúna Kristínardóttir stígamótastúlka.

Hanna Rúna (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 21:00

11 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Ó,jú Hanna Rúna, ég man sko eftir þér  Takk fyrir síðast og innlitið hjá mér, er sammála þér þetta var æðisleg helgi og góð hvatning til að halda áframog mundu að þú ert HETJA.Sirrý 

Sigríður B Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 10:24

12 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Tilkynni hér með, að ég er upprisinn í bloggheimum, eins og hver annar frelsari.

Eða eins og segir í kvæðinu: ,,á öðrum degi upp reis hann eins og Þorgeirsboli."

Jóhannes Ragnarsson, 5.10.2007 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður B Sigurðardóttir

Höfundur

Sigríður B Sigurðardóttir
Sigríður B Sigurðardóttir
Ég er mamma 5 barna, eiginkona, amma 9 barna og langamma1.barns,er líka Stígamótakona.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband