Ég á Stígamótaafmæli í dag.........

 

Í dag eru 5ár síðan ég kom fyrst í Stígamót og ætla ég af því tilefni að segja hvað  Stígamót gerðu  fyrir mig.

 

 

Ég kom fyrst í Stígamót í sept. 2005. Byrjaði að fara í einkaviðtöl og svo í framhaldi af því í sjálfshjálparhóp.

Í hópnum lærði ég að greina á milli tilfinninga minna og skilja þær.

Einkavðtölin voru algjörlega nauðsynleg fyrir mig í byrjun, það að hafa bara eina konu að spegla mig við þegar ég fór að rifja upp þessu vel geymdu vondu leyndarmál.

Í hópnum sem var næsta skref, hafði ég hinsvegar margar konur sem höfðu sömu reynslu og ég að spegla mig við.

Þetta finnst mér hafa virkað best fyrir mig og minn bata.  

Það tók sinn tíma að opna þessar gömlu ryðguðu skrár og hleypa öllum þessum vondu tilfinningum út enda var ég búin að burðast með þær í yfir 40 ár. Ég gat þetta af því ég vissi alltaf að Stígamótakonur væru  alltaf til taks fyrir mig ef ég þurfti á þeim að halda.

 

Bati minn fólst í því að læra að standa með sjálfri mér og að eina manneskjan sem ég get breytt er ég sjálf, ég get ekki breytt öðrum manneskjum en það þýðir samt ekki að ég þurfi að vera sammála þeim. Að fyrirgefa mér það að hafa haldið áfram með ofbeldið á sjálfri mér eftir að ofbeldismaðurinn hætti s.s  með því að leifa öllum að fara yfir mörkin mín, standa aldrei með sjálfri mér, gera lítið úr sjálfri mér, finnast ég ekki verðskulda neitt gott og  vera með pískinn á mér fyrir minstu mistök sem ég gerði.   

Þar lærði ég að sleppa fólki án þess að hætta að þykja vænt um það.

Þar lærði ég að leifa mér:

      -    að ég mætti vera reið og sár út í þá sem áttu að gæta mín en 

            brugðust mér.        

  • - að syrgja þetta barn mig sem ég skildi eftir.
  • - að syrgja fjölskyldu mína þó ég hafi sjálf sagt mig úr systkinahópnum og sýna mér skilning út af hverju ég gerði það.
  • - að samgleðjast fólki sem var einu sinni í tengslum við mig og mér þótti vænt um án þess að ég sé inni í lífi þeirra meira
  • - að láta annað fólk í friði með sín mistök og bera ábyrgð á sínu lífi án þess að ég væri að reyna að stjórna því.
  • - að standa með sjálfri mér í blíðu og stríðu og leifa ekki öðru fólki að fara yfir mörkin mín.
  • - að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og velja sjálf hverja ég vil hafa með mér.
  • - að rífa mig ekki niður fyrir mistök mín heldur getað klappað á bakið á mér eins og ég geri við aðra eða bara að hlæja af þeim
  • - að taka utan um mig og elska mig eins og ég er en ekki eins og ég held að aðrir vilji að ég sé.
  • - að njóta þess að sjá breytingarnar sem urðu í kringum mig við það að ég tók á mínum málum.

 

Þegar ég kom í stígamót í fyrsta sinn var ég niðurbrotin og hrædd um að ég yrði rekin aftur heim því að mitt mál væri ekki neitt til að hafa áhyggjur af, ég hélt að ég mundi ekki lifa daginn af, en þegar ég mætti í húsið kom ég inn í það sem mér fannst þá í mjúkan móðurfaðm. Þótt enginn snerti mig þá hafði ég aldrei mætt eins miklum skilningi í mínu lífi, þarna talaði fólk allt í einu sama tungumál og ég, það var góð tilfinning.

Í dag er ég sjálf farin að leiða sjálfshjálparhópa hjá Stigamótum.

Hafið góðan dag.

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Elsku mamma mín,,til hamingju með daginn,ég er svo ánægð að þér líður svona vel og ert hamingjusöm,,það skyptir mig svo miklu máli,,stígamót hafa gert svo mikið fyrir þig og þú ert líka búin að gera svo mikið fyrir stígamót,,ég elska þig mest og er svo stolt af þér

Valgerður (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 19:52

2 identicon

Já til hamingju með árin þín fimm og haltu áfram að standa með sjálfri þér. Þetta er góður pistill hjá þér heyrumst

Guðrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:17

3 identicon

Knúsí knús og gangi þér vel í endurbyggingunni, sandpappírinn svíður, en vonandi er komið að málningarvinnunni,

hún er kannski búin ?

Þetta starf er ekki bara fyrir þig og þú veist það, þetta er forvarnarstarf fyrir komandi kynslóðir og opnun siðferðisvitundar. Brautryðjendur sem svíða á eigin skinni, það eruð þið Stígamótakonur

Meira knús.

Birna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:57

4 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Takk fyrir falleg orð, elsku dúllurnar mínar.

"Hálft er verk þá hafið er" stendur einhverstaðar og ég tel mig vera vel hálfnaða:-)

Kveðja Sirrý

Sigríður B Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með Stígamóta afmælið þitt.  Það er alveg ótrúlegt hve mikið hópastarfið hjálpar manni í eigin uppbyggingu og Stígamótakonur hafa svo sannarlega aðstoðað marga við að framkvæma kraftaverk á eigin lífi.

Þú ert algjör hetja að vinna með þínar afleiðingar og enn meiri hetja að aðstoða nú aðra í þessari vinnu.

Knús til þín

Dísa Dóra, 18.9.2008 kl. 09:01

6 identicon

Elsku mamma hetja  Til  hamingju með áfangann

kiss og knús til þín

Ásgerður (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:24

7 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Takk fyrir, Dísa Dóra og Ásgerður

Sigríður B Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður B Sigurðardóttir

Höfundur

Sigríður B Sigurðardóttir
Sigríður B Sigurðardóttir
Ég er mamma 5 barna, eiginkona, amma 9 barna og langamma1.barns,er líka Stígamótakona.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband