15.9.2007 | 22:12
Afmælisdagur að kvöldi kominn...
Jú eins og ég sagði í færslunni minni í gær á ég afmæli í dag það eru liðin 4 ár upp á dag þegar ég fyrst leitaði mér hjálpar í Stígamótum. Í dag varði ég deginum ein í sumarbústað því vegna ófærðar komust þeir ekki til mín sem ætluðu að koma. En engu og síður átti ég góðan dag,fékk fullt af hamingjuóskum í gegnum síma, held ég hafi talað í síma í alls 2 tíma í dagvið fólk sem þykir vænt um mig, hafði kveikt á 4 kertum í allan dag og reyndar ennþá OG horfði á myndina "The Color Purple" sá þessa mynd í fyrsta skipti 1986 held ég, og þá með "systrum og vinkonum" hef síðan horft á hana næstum því 10.sinnum síðan og alltaf græt ég jafn mikið yfir henni. En það sem mér finnst alltaf standa uppúr þessari mynd er annarsvegar þessi ynnilegi kærleikur milli systrana Celie og Nettie sem varir að eilífu, sama hvað gengur á og hinsvegar vináttan milli Celie og Shug Avery sem líka varir alltaf.
Vona að þið sem lesið þetta hafið haft eins góðan dag og ég.
Um bloggið
Sigríður B Sigurðardóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með daginn. Það er alltaf gott þegar maður tekur skref í rétta átt og léttir af sér þeirri byrði sem maður á ekki að þurfa bera.
Þú ert yndisleg kona Sirrý mín og ég efast ekki um að þessi dagur hafi verið einn af þeim mikilvægustu í þínu lífi
Kveðja,
fyrrverandi tengdadóttir.
Svandís Rós, 15.9.2007 kl. 23:10
Óska þér til hamingju með daginn í gær gott að þú áttir góðan dag þrátt fyrir ófærðina og gestaleysið. Á svona stundum verð ég svo þakklát Guði fyrir þá sem fundu upp símann . Fjögur ár, stefnan tekin upp á við....... Þú ert alveg frábær, kona sem þorir að standa fyrir sínu og standa með sjálfri sér, haltu því áfram.
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 08:17
Takk elskurnar fyrir fallegar kveðjur
Sigríður B Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 14:08
VÁÁ spáðu í því mamma..... 4 ár!!!
TIL HAMINGJU Þú ert bestust og flottust og STERKUST
Elsta dóttirin (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 21:24
ekki amalegt að fá svona kveðju "bestust, flottust og sterkust" skondrumamma - þú átt góð börn - enda bara nokkuð góð sjálf - lufja
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 01:07
Elsku Sirrý til hamingju með tímamótin. Ég missti af þessu, hef ekki gefið mér neinn tíma til að lesa blogg undanfarið. Haltu ótrauð áfram á þeirri braut sem þú ert á.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.9.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.