7.9.2007 | 12:43
Ánægð með Jóhönnu....
Vil bara segja að ég er ánægð með að Jóhanna Félagsm.ráðherra skildi svara tölvupóstinum sem ég sendi henni " Áskorun um bætt kjör öryrkja og aldraðra" kom mér verulega á óvart að að hún skildi svara, fær hrós frá mér fyrir það.
Er á leiðinni heim í dag úr rigningunni, rignir nánast út í eitt og ekkert smá mikið stundum eins og haglél bylji á hýsinu mínu. Mér finnst samt yndislegt að vera hér á Flúðum og gæti alveg hugsað mér að búa hér þegar ég verð gömul en það eru rosalega mörg ár í það
Kveðja til allra
Um bloggið
Sigríður B Sigurðardóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst frábært að hún hafi svarað,ég hef alltaf haft trú á henni jóhönnu,,,hún sagði nú einu sinni''minn tími mun koma'' nú er hann kominn,og hún stendur sína pligt,,,ég er mjög ánægð með hana,,hlakka til að sjá þig
Valgerður Ólafsdóttir, 7.9.2007 kl. 16:13
Það er nú góðra gjalda vert að Jóhanna kerlingaranginn skuli gefa sér tíma til að svara tölvupósti. En betur má ef duga skal. Og hennar tími er kominn því hún er aftur orðinn ráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Jóhannes Ragnarsson, 12.9.2007 kl. 08:45
Já Jói minn, er ekki sagan alltaf að endurtaka sig. Ég man svo vel þegar ég flutti í bæinn þinn og við fengum ekki húsnæði, bara vinnu, þá hringdum við og hringdum til þeirra sem "réðu" þá ríkjum og ef við hringdum ekki á símatíma þá fengum við ekki áheyrn, og urðum bara að hringja dag eftir dag ef símatíminn var "upptekinn" engum datt í hug í þá daga að hringja til baka alveg sama í hvaða stjórnmálaflokki hann var, því kom mér á óvart að Jóhanna skyldi svara, var bara ennþá stödd í fortíðinni, er ennþá ánægð með Jóhönnu fyrir það.
Kær kveðja til fjölskyldunnar
Sigríður B Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.