Frábært sumar

Snemma vors tók ég þá ákvörðun að taka mér 4 mán. síðbúið fæðingaorlof Smile en ég á 5 börn sem eru á aldrinum 39-18 ára og þegar ég átti þau var fríið bara voða stutt. En ég hætti að vinna 1 maí og tók mér líka frí frá mótorhjólakennslunni en ég sem ég byrjuð að læra á fyrr í vor.Sumarið fór fram úr mínum björtustu vonum. Í maí fór ég til Akureyrar til eldri dóttur minnar sem er í Háskólanum þar og stelpunnar hennar sem er 7 ára yndi og var þar í 2 vikur yngri dóttir mín kom svo um hvítasunnuna og var með okkur, hittum m.a. Stígamótafólk á Dalvík þ.e.a.s. ég,dætur mínar, ( önnur söng þar, söngkonan mín) stjúpmamma þeirra sem sagði sögu ömmu sinnar og ömmustelpan mín sem sé 5 fræknar. Fór síðan í skírn Magnúsar Guðna á Búðum sjómannadagshelgina en hann er fyrsta langömmubarnið mitt og ég bara 55 ára langamma, síðan á Spán í 1 viku með 7 tíma fyrirvara "cool"Grin Þegar ég kom heim þá var hjólhýsið sem við hjónin höfðum pantað komið til landsins svo við fórum í nokkra daga ferðalag ,komum heim og ég fór eina helgi með 1 barnabarn á Flúðir og hittum þar frábæra vini, vikuna þar á eftir varð tengdamamma 95 ára og yngsti sonur minn 18 ára sannkölluð afmælisvika svo brunaði ég ein til Grindarvíkur og var ein í hj.hýsinu mínu í 4 daga (hugrekkisverkefni) sat þar við skriftir en ég er skúffuskáld eða þannig. Fór síðan með hj.hýsið á Flúðir strax eftir V.M helgi  og við dóttir mín barnabarn, syskinabarn og mágkona vorum saman í fjóra daga og síðan var ég aftur ein, er bara hrædd um að ég sé að verða háð þessuWink og ætla að vera þar við skriftir fram í miðjan sept. með smá hléum samt.Þannig að ég er búin að eiga mjög gott fæðingarorlof án þess að vera með barn á brjósti eða bleijuGrin 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Ólafsdóttir

Mér finnst æðislegt að þú sért búin að taka þér fæðingarorlofið lángþráðaþú átt það mest skilið

love you

Valgerður Ólafsdóttir, 27.8.2007 kl. 13:56

2 identicon

hahahaha gott hjá þér mamma að taka loksins fæðingarorlof án brjóstagjafa og bleijuskipta hahaha

hin dóttirin (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður B Sigurðardóttir

Höfundur

Sigríður B Sigurðardóttir
Sigríður B Sigurðardóttir
Ég er mamma 5 barna, eiginkona, amma 9 barna og langamma1.barns,er líka Stígamótakona.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband