Ég á Stígamótaafmæli í dag.........

 

Í dag eru 5ár síðan ég kom fyrst í Stígamót og ætla ég af því tilefni að segja hvað  Stígamót gerðu  fyrir mig.

 

 

Ég kom fyrst í Stígamót í sept. 2005. Byrjaði að fara í einkaviðtöl og svo í framhaldi af því í sjálfshjálparhóp.

Í hópnum lærði ég að greina á milli tilfinninga minna og skilja þær.

Einkavðtölin voru algjörlega nauðsynleg fyrir mig í byrjun, það að hafa bara eina konu að spegla mig við þegar ég fór að rifja upp þessu vel geymdu vondu leyndarmál.

Í hópnum sem var næsta skref, hafði ég hinsvegar margar konur sem höfðu sömu reynslu og ég að spegla mig við.

Þetta finnst mér hafa virkað best fyrir mig og minn bata.  

Það tók sinn tíma að opna þessar gömlu ryðguðu skrár og hleypa öllum þessum vondu tilfinningum út enda var ég búin að burðast með þær í yfir 40 ár. Ég gat þetta af því ég vissi alltaf að Stígamótakonur væru  alltaf til taks fyrir mig ef ég þurfti á þeim að halda.

 

Bati minn fólst í því að læra að standa með sjálfri mér og að eina manneskjan sem ég get breytt er ég sjálf, ég get ekki breytt öðrum manneskjum en það þýðir samt ekki að ég þurfi að vera sammála þeim. Að fyrirgefa mér það að hafa haldið áfram með ofbeldið á sjálfri mér eftir að ofbeldismaðurinn hætti s.s  með því að leifa öllum að fara yfir mörkin mín, standa aldrei með sjálfri mér, gera lítið úr sjálfri mér, finnast ég ekki verðskulda neitt gott og  vera með pískinn á mér fyrir minstu mistök sem ég gerði.   

Þar lærði ég að sleppa fólki án þess að hætta að þykja vænt um það.

Þar lærði ég að leifa mér:

      -    að ég mætti vera reið og sár út í þá sem áttu að gæta mín en 

            brugðust mér.        

  • - að syrgja þetta barn mig sem ég skildi eftir.
  • - að syrgja fjölskyldu mína þó ég hafi sjálf sagt mig úr systkinahópnum og sýna mér skilning út af hverju ég gerði það.
  • - að samgleðjast fólki sem var einu sinni í tengslum við mig og mér þótti vænt um án þess að ég sé inni í lífi þeirra meira
  • - að láta annað fólk í friði með sín mistök og bera ábyrgð á sínu lífi án þess að ég væri að reyna að stjórna því.
  • - að standa með sjálfri mér í blíðu og stríðu og leifa ekki öðru fólki að fara yfir mörkin mín.
  • - að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og velja sjálf hverja ég vil hafa með mér.
  • - að rífa mig ekki niður fyrir mistök mín heldur getað klappað á bakið á mér eins og ég geri við aðra eða bara að hlæja af þeim
  • - að taka utan um mig og elska mig eins og ég er en ekki eins og ég held að aðrir vilji að ég sé.
  • - að njóta þess að sjá breytingarnar sem urðu í kringum mig við það að ég tók á mínum málum.

 

Þegar ég kom í stígamót í fyrsta sinn var ég niðurbrotin og hrædd um að ég yrði rekin aftur heim því að mitt mál væri ekki neitt til að hafa áhyggjur af, ég hélt að ég mundi ekki lifa daginn af, en þegar ég mætti í húsið kom ég inn í það sem mér fannst þá í mjúkan móðurfaðm. Þótt enginn snerti mig þá hafði ég aldrei mætt eins miklum skilningi í mínu lífi, þarna talaði fólk allt í einu sama tungumál og ég, það var góð tilfinning.

Í dag er ég sjálf farin að leiða sjálfshjálparhópa hjá Stigamótum.

Hafið góðan dag.

 

 

 

 


Góð ráð í sláturtíð.....

Þegar ég var um tvítugt í kringum1972 og átti bara 2 börn bjó ég á Patró semsé langt í burt frá öllum sem ég þekkti,FootinMouth flutti þangað að vori, svo um haustið fannst mér ég verða að taka slátur eins og öllum góðumSmile húsmæðrum sæmdi, fór og keypti 10 slátur en þegar ég kom heim með þetta sé ég að vambirnar eru óhreinsaðar,Woundering fór til konunnar á neðri hæðinni og spurði hana hvað ég ætti eiginlega að gera, hún segir að ég verði að láta vambirnar standa í kalkvatni og skafa þær svoFrownég fór aftur heim horfði á þetta og vissi að þetta gæti ég ekkiPinch en hugsaði með mér að ég ætti gamla þvottavél hálfsjálfvirka í kjallaranum (var nýbúin að fá nýja sjálfvirka) og ætlaði bara að þvo vambirnar í henni, ef þær mundu rifna þá mundi ég bara frysta innmatinn og elda hann smátt og smátt, en viti menn vambirnar urðu líka svona skínandi fínar úr þvottavélinni,slátrið varð lagað og allir ánægðir,Whistlingkonan á neðri hæðinni ætlaði varla að trúa þessu en fannst þetta þrælsniðugt þegar mér hafði tekist að sannfæra hanaW00t kæmi mér ekki á óvart að hún hafi prufað þetta seinna með eins góðum árangri og égCool

Þannig að ef einhver les þetta sem er í sláturgerðarhugleiðingum og á gamla hálfsjálfvirka þvottavél svona með sér vindu í geymslunni sem hefur ekki verið hent þá endilega prufiðSmile    


Aftur farið að snjóa.....

Er ennþá stödd í sumarbústað og það er aftur farið að snjóaWoundering.Valgerður mín kom til mömslunnar sinnar í gær og var í nótt og ætlar að vera aðraSmile. Vorum komnar í pottinn um kl.10 00 í morgun eftir að hafa borðað "hollan" molgunmat, ég segi molgunmat af því að þegar hún var lítil var hún svo mikil matmanneskja og er reyndar ennþá Whistlingen oftast áður en hún fór að sofa á kvöldin spurði hún mig "mamma hvað velður í molgunmat á molgun" átti svolítið lengi erfitt með s og r þessi elska en allt komið í lag núna, enda orðin 24 áraTounge. En núna ætlum við að hafa það ógó kósý í dag glápa á video og háma í okkur nammi uss ekki segjaBlush svo að fara aftur og aftur í pottinn þegar okkur listir ekki leiðinlegur mánudagur þettaInLove

Hafið allir sem lesið þetta góðan mánudagHeartGrin  


Afmælisdagur að kvöldi kominn...

Jú eins og ég sagði í færslunni minni í gær á ég afmæli í dagWizard það eru liðin 4 ár upp á dag þegar ég fyrst leitaði mér hjálpar í StígamótumSmile. Í dag varði ég deginum ein í sumarbústað því vegna ófærðar komust þeir ekki til mín sem ætluðu að komaErrm. En engu og síður átti ég góðan dag,fékk fullt af hamingjuóskum í gegnum síma, held ég hafi talað í síma í alls 2 tíma í dagInLovevið fólk sem þykir vænt um mig, hafði kveikt á 4 kertum í allan dag og reyndar ennþá OG horfði á myndina "The Color Purple" sá þessa mynd í fyrsta skipti 1986 held ég, og þá með "systrum og vinkonum" hef síðan horft á hana næstum því 10.sinnum síðan og alltaf græt ég jafn mikið yfir henni. En það sem mér finnst alltaf standa uppúr þessari mynd er annarsvegar  þessi ynnilegi kærleikur milli systrana Celie og Nettie sem varir að eilífu, sama hvað gengur á og hinsvegar vináttan milli Celie og Shug Avery sem líka varir alltaf.Heart

Vona að þið sem lesið þetta hafið haft eins góðan dag og ég.HeartHeartHeart        


Jiiiibbbbiiii er netengd á köflum....

Já er komin í sumarbústað með miklu meiri lúxus en hjólhýsið mitt hefur upp á að bjóða,  en þó skrýtið sé finnst mér ég vera miklu öruggari í hýsinu mínu þar sé ég hvern fermetra skrýtið.Wink

Var heima í eina viku sá "Veðramót" mynd Guðnýar Halldórs. finnst þetta gott framtak og sýndi mér svo vel að enn þann dag í dag eru fórnalömb kynferðisafbrota "óþægileg" verðum að laga það og uppræta brotamenn Angry en ég ætla semsé að vera hér í eina viku og reyna að klára bókina mínaCool.

Svo á ég afmæli á morgunWizard þá eru 4 ár upp á dag síðan ég kom fyrst í Stígamót eitt af bestu gæfusporum lífs mínsInLove  á von á allavegna einni S.M. konu í heimsókn á morgun hlakka mikið til.

Vona að allir sem lesa þetta hafi góðar stundirSmile  


Ánægð með Jóhönnu....

Vil bara segja að ég er ánægð með að Jóhanna Félagsm.ráðherra skildi svara tölvupóstinum sem ég sendi henni " Áskorun um bætt kjör öryrkja og aldraðra" kom mér verulega á óvart að að hún skildi svara, fær hrós frá mér fyrir það. Smile

Er á leiðinni heim í dag úr rigningunni, Frown rignir nánast út í eitt og ekkert smá mikið stundum eins og haglél bylji á hýsinu mínu.Crying Mér finnst samt yndislegt að vera hér á Flúðum og gæti alveg hugsað mér að búa hér þegar ég verð gömul en það eru rosalega mörg ár í þaðW00t

Kveðja til allra HeartHeart


Útilega

Sit hér ein í hjólhýsinu mínu og er búin að vera síðan á mánudag, fyrst í roki svo miklu að hýsið hristist og skalf og grenjandi rigningu með smá hléi í gær en vaknaði svo í nótt við beljandi rigninguna á þakinu, fannst það bara notalegt,snéri mér bara á hina hliðina og sofnaði aftur.Sideways

Get ekki lýst í orðum hvað mér finnst gott að vera svona ein með sjálfri mér, fer í göngutúra,les og skrifa er nefnilega að skrifa söguna mína sem vonandi kemur einhvern tíman út.Cool 

Í gær um kl. 20.00 gekk ég um litla þorpið sem ég bý í þessa dagana og það var ekki hræða á ferli örugglega allir að horfa á fréttir og mér leið eins og ég held að "Palli einn í heiminum" leið.Whistling

Það er ekki svo að ég sé einfari í eðli mínu á stóra fjölskyldu sem ég hugsa mjög vel um og þykir vænst um af öllum en hef oft langað til að prófa þetta og hef leyftmér það í sumar, nokkra daga í senn með smá hléum. Ég er semsé ein með sjálfri mér, hef bara félagskap af mér og finnst ég bara mjög skemmtileg. W00t

Hafið þið  það öll sem allra best.Heart   

    


Hugvekja fyrir svefninn !

Í dag eru 4 ár síðan yndisleg frænka mín Stefanía  dó af slysförum á Spáni. Þetta varð öllum í fjölskyldunni hennar mikið áfall.Hún var hvers manns hugljúfi bæði falleg og góð og geta allir lesið um hana á síðu sem var stofnuð eftir lát hennar sem heitir "kaerleikur.is". Í dag fór ég inn á síðuna hennar, hlustaði á músíkina sem var ort til hennar, las það sem fólk skrifaði um hana gat altíeinu brosað af ýmsu sem var sagt um hana án þess að fá samviskubit yfir að brosa af einhverju sem var tengt minningu hennar, leyfði mér líka að gráta alveg böms eftir það fór ég og kveikti á kerti fyrir hana. Þetta var mín leið að minnast hennar. Vil svo að endingu setja eftirfarandi orð inn til allra sem þóttu vænt um hana.

 

1. Korintubréf 4-8.

4 Kærleikurinn er langlyndur,hann er

          góðviljaður. Kærleikurinn

          öfundar ekki.

   Kærleikurinn er ekki raupsamur,

          hreykir sér ekki upp.

5 Hann hegðar sér ekki ósæmileg, leitar 

          ekki síns eigin,

   hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

6 Hann gleðst ekki yfir óréttvísinn, en

          samgleðst sannleikanum.

7 Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

8 Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.

Hafið allir sem lesið þetta

GÓÐA NÓTTSmile  

 


Frábært sumar

Snemma vors tók ég þá ákvörðun að taka mér 4 mán. síðbúið fæðingaorlof Smile en ég á 5 börn sem eru á aldrinum 39-18 ára og þegar ég átti þau var fríið bara voða stutt. En ég hætti að vinna 1 maí og tók mér líka frí frá mótorhjólakennslunni en ég sem ég byrjuð að læra á fyrr í vor.Sumarið fór fram úr mínum björtustu vonum. Í maí fór ég til Akureyrar til eldri dóttur minnar sem er í Háskólanum þar og stelpunnar hennar sem er 7 ára yndi og var þar í 2 vikur yngri dóttir mín kom svo um hvítasunnuna og var með okkur, hittum m.a. Stígamótafólk á Dalvík þ.e.a.s. ég,dætur mínar, ( önnur söng þar, söngkonan mín) stjúpmamma þeirra sem sagði sögu ömmu sinnar og ömmustelpan mín sem sé 5 fræknar. Fór síðan í skírn Magnúsar Guðna á Búðum sjómannadagshelgina en hann er fyrsta langömmubarnið mitt og ég bara 55 ára langamma, síðan á Spán í 1 viku með 7 tíma fyrirvara "cool"Grin Þegar ég kom heim þá var hjólhýsið sem við hjónin höfðum pantað komið til landsins svo við fórum í nokkra daga ferðalag ,komum heim og ég fór eina helgi með 1 barnabarn á Flúðir og hittum þar frábæra vini, vikuna þar á eftir varð tengdamamma 95 ára og yngsti sonur minn 18 ára sannkölluð afmælisvika svo brunaði ég ein til Grindarvíkur og var ein í hj.hýsinu mínu í 4 daga (hugrekkisverkefni) sat þar við skriftir en ég er skúffuskáld eða þannig. Fór síðan með hj.hýsið á Flúðir strax eftir V.M helgi  og við dóttir mín barnabarn, syskinabarn og mágkona vorum saman í fjóra daga og síðan var ég aftur ein, er bara hrædd um að ég sé að verða háð þessuWink og ætla að vera þar við skriftir fram í miðjan sept. með smá hléum samt.Þannig að ég er búin að eiga mjög gott fæðingarorlof án þess að vera með barn á brjósti eða bleijuGrin 

 


Nýliði í bloggheiminum

Gott að sjá þekkt andlit sem fyrsta vin á bloggsíðunni sinni þegar maður er að stíga sín fyrstu skref þar, svolítið hrædd við þetta nýja og óþekkta en vona samt að það gangi vel hjá mér í framtíðinni allavega allt í lagi að prófa þetta.

Um bloggið

Sigríður B Sigurðardóttir

Höfundur

Sigríður B Sigurðardóttir
Sigríður B Sigurðardóttir
Ég er mamma 5 barna, eiginkona, amma 9 barna og langamma1.barns,er líka Stígamótakona.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband