Útilega

Sit hér ein í hjólhýsinu mínu og er búin að vera síðan á mánudag, fyrst í roki svo miklu að hýsið hristist og skalf og grenjandi rigningu með smá hléi í gær en vaknaði svo í nótt við beljandi rigninguna á þakinu, fannst það bara notalegt,snéri mér bara á hina hliðina og sofnaði aftur.Sideways

Get ekki lýst í orðum hvað mér finnst gott að vera svona ein með sjálfri mér, fer í göngutúra,les og skrifa er nefnilega að skrifa söguna mína sem vonandi kemur einhvern tíman út.Cool 

Í gær um kl. 20.00 gekk ég um litla þorpið sem ég bý í þessa dagana og það var ekki hræða á ferli örugglega allir að horfa á fréttir og mér leið eins og ég held að "Palli einn í heiminum" leið.Whistling

Það er ekki svo að ég sé einfari í eðli mínu á stóra fjölskyldu sem ég hugsa mjög vel um og þykir vænst um af öllum en hef oft langað til að prófa þetta og hef leyftmér það í sumar, nokkra daga í senn með smá hléum. Ég er semsé ein með sjálfri mér, hef bara félagskap af mér og finnst ég bara mjög skemmtileg. W00t

Hafið þið  það öll sem allra best.Heart   

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æðislegt hvað er gaman hjá þér og gott að þú sért að njóta þess,við söknum þín nú samt,ég skal alveg viðurkenna það en við vitum líka hvað þú hefur gott af þessu,elska þig

þín

valgerður

þín æðislega dóttir (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður B Sigurðardóttir

Höfundur

Sigríður B Sigurðardóttir
Sigríður B Sigurðardóttir
Ég er mamma 5 barna, eiginkona, amma 9 barna og langamma1.barns,er líka Stígamótakona.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband